Markahæstur í sterkum sigri

Dagur Gautason í leik með KA á sínum tíma.
Dagur Gautason í leik með KA á sínum tíma. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Dagur Gautason átti stórleik fyrir Arendal þegar liðið vann Sandnes 32:29 í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í dag.

Dagur var markahæstur í leiknum með sjö mörk fyrir Arendal, sem hefur líkt og Íslendingalið Kolstad unnið báða leiki sína í deildinni til þessa.

Árni Bergur Sigurbergsson var einnig í leikmannahópi Arendal en komst ekki á blað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert