Íslendingalið Kolstad vann þægilegan sigur á Bergen, 36:30, í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í dag.
Íslenskir leikmenn liðsins létu vel að sér kveða. Sveinn Jóhannsson var næstmarkahæstur í liði Kolstad með fimm mörk.
Benedikt Gunnar Óskarsson bætti við þremur mörkum og þremur stoðsendingum auk þess sem fyrirliðinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark.
Kolstad er búið að vinna báða leiki sína í deildinni til þessa.