Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu mikið að sér kveða í dag þegar Þýskalandsmeistararnir í Magdeburg unnu Wetzlar, 35:28, á heimavelli í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar.
Ómar skoraði 9 mörk í leiknum og Gísli 6 og auk þess skoraði Phillip Weber sjö mörk fyrir Magdeburg.
Lið Magdeburg varð meistari í vor í annað sinn á þremur árum og endaði þá sex stigum á undan Füchse Berlín sem varð í öðru sæti.