Þorsteinn vann Stiven og Orri skoraði sjö

Þorsteinn Leó Gunnarsson fagnaði sigri í fyrsta deildarleiknum sem atvinnumaður.
Þorsteinn Leó Gunnarsson fagnaði sigri í fyrsta deildarleiknum sem atvinnumaður. mbl.is/Óttar Geirsson

Þorsteinn Leó Gunnarsson hafði betur gegn Stiven Tobar Valencia þegar íslensku landsliðsmennirnir mættust í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.

Þorsteinn og félagar í Porto sóttu þá Benfica, lið Stivens, heim til Lissabon og unnu góðan útisigur, 27:24.

Þetta  var fyrsti leikur beggja liða í deildinni en Þorsteinn skoraði 4 mörk í frumraun sinni með Porto og Stiven, sem leikur sitt annað tímabil með Benfica, skoraði tvö mörk. Þorsteinn kom til Porto frá Aftureldingu í sumar.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk í gærkvöld þegar Sporting vann stórsigur á Vitória á heimavelli í Lissabon, 39:26. Sporting hefur unnið tvo fyrstu leiki sína með yfirburðum og skorað 80 mörk en þetta er annað tímabil Orra með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert