Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma stórleik Aalborg Håndbold og Nantes í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu sem hefst á morgun. Fimm íslenskir leikmenn mæta til leiks á morgun.
Anton og Jónas hafa verið fremsta dómarapar landsins undanfarin ár en leikur Aalborg og Nantes er leikur vikunnar í Meistaradeildinni.
Á sama tíma mætir Íslendingaliðið Kolstad stórliði Barcelona í Þrándheimi en með Kolstad leika Sigvaldi Guðjónsson, Benedikt Óskarsson og Sveinn Jóhannsson.
Síðar um kvöldið mætast Sporting frá Lissabon og Wisla Plock en Orri Þorkelsson leikur fyrir Sporting og Viktor Gísli Hallgrímsson ver mark Wisla Plock.