HK sigraði óvænt Íslandsmeistara FH, 36:32, í Kórnum í Kópavogi í fjörugum leik í 2. umferð í úrvalsdeild karla í handbolta.
HK-ingar byrjuðu leikinn vel og voru yfir fyrstu mínúturnar. Eftir um tíu mínútur tók FH yfir og HK byrjaði að elta, sérstaklega eftir að Aron Pálmarsson kom inn á.
FH komst mest fjórum mörkum yfir en HK minnka muninn í tvö mörk á lokasekúndu fyrri hálfleiks en það gerði fyrirliðinn Hjörtur Ingi Halldórsson beint úr miðju, í slána og inn. Staðan 14:16 í hálfleik og HK-ingar komu sjóðheitir inn í seinni eftir þetta glæsilega mark.
HK byrjaði virkilega vel í seinni hálfleik, jafnaði og komst yfir og Jovan Kukobat, sem var frábær í fyrri hálfleik hélt áfram að verja vel.
HK komst þremur mörkum yfir á tímapunkti, 21:19, og HK tók yfir leikinn. FH-ingar voru að elta, náðu að jafna en HK var með rosalegan meðbyr og FH var ekki með nein svör og leikurinn fór36:32.