Íslendingalið Melsungen er komið á toppinn í efstu deild þýska handbolta karla eftir útisigur á Stuttgart, 36:27, í dag.
Melsungen, sem er með Val í riðli í Evrópudeildinni, er með tíu stig eftir sex umferðir.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen en Elvar Örn Jónsson skoraði eitt.