Haukar seldu heimaleikinn

Haukar og Valur keppa bæði í Evrópubikarnum.
Haukar og Valur keppa bæði í Evrópubikarnum. mbl.is/Hákon

Haukar munu leika báða leiki sína við Dalmatinka frá Króatíu í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta á heimavelli króatíska liðsins.

Fer fyrri leikurinn fram 16. nóvember og seinni leikurinn degi síðar. Er það gert til að draga úr kostnaði, sem er mikill fyrir handboltalið í Evrópukeppnum.

Valur leikur heima og að heiman við Kristianstad frá Svíþjóð í sömu keppni. Fyrri leikurinn fer fram á Hlíðarenda 9. nóvember og seinni leikurinn í Kristianstad viku síðar.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir leika báðar með Kristianstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert