Falleg stund þegar börnin hittust í fyrsta skipti

Sandra Erlingsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir kynna frumburðina.
Sandra Erlingsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir kynna frumburðina. Ljósmynd/PS Árangur

Landsliðskonurnar Sandra Erlingsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir léku sinn fyrsta leik saman með íslenska landsliðinu í handbolta í tæpt ár er þær léku gegn Pólverjum í vináttuleik á Selfossi á laugardag.

Sandra er nýbyrjuð að spila á ný eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Hún leikur með Metzingen í Þýskalandi. Perla er sjálf móðir og strákarnir þeirra hittust í fyrsta skipti eftir leik.

Saman reka þær fyrir tækið PS árangur, en hittast lítið þessa dagana, þar sem Sandra er búsett erlendis. Þær vöktu athygli á samverustund sonanna á Instagram-síðu fyrirtækisins.

View this post on Instagram

A post shared by Ps. Árangur (@ps.arangur)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka