Sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok

Valsarinn Allan Norðberg brunar í hraðaupphlaup í kvöld.
Valsarinn Allan Norðberg brunar í hraðaupphlaup í kvöld. Eyþór

Valur vann endurkomusigur á Gróttu, 22:21, á útivelli í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum fór Valur upp í 12 stig og annað sæti deildarinnar. Grótta er í áttunda sæti með níu stig.

Mikið jafnræði var nánast allan fyrri hálfleikinn en Grótta náði góðum lokakafla og fór með fjögurra marka forskot í hálfleik, 12:8.

Grótta var svo með fimm marka forskot, 17:12, þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður.

Valsmenn neituðu að gefast upp, jöfnuðu í 20:20, og knúðu fram sigur í blálokin, en Færeyingurinn Bjarni Í Selvindi skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 5, Jón Ómar Gíslason 4, Atli Steinn Arnarson 4, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Gunnar Hrafn Pálsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Gunnar Dan Hlynsson 1, Kári Kvaran 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 16.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Agnar Smári Jónsson 3, Bjarni Í Selvindi 3, Viktor Sigurðsson 3, Ísak Gústafsson 2, Miodrag Corsovic 2, Magnús Óli Magnússon 1, Allan Norðberg 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, Arnar Þór Fylkisson 5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka