KA upp að hlið Gróttu – sjö leikir í röð án sigurs

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hjá KA og Ágúst Ingi Óskarsson úr …
Bjarni Ófeigur Valdimarsson hjá KA og Ágúst Ingi Óskarsson úr Gróttu eigast við. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA hafði betur gegn Gróttu, 29:23, á heimavelli sínum í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. KA hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum en Grótta leikið sjö leiki í röð án sigurs.

Liðin eru nú í áttunda og níunda sæti með níu stig hvort og í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppninni og þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Grótta var 1-2 mörkum yfir stóran hluta fyrri hálfleiks en með góðum lokakafla komst KA yfir fyrir leikhlé og var einu marki yfir í hálfleik, 12:11.

Tveimur mörkum munaði þegar 20 mínútur voru eftir en þá fór KA í annan gír og sigldi sterkum sigri í höfn með góðum lokakafla.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 10, Einar Birgir Stefánsson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Daði Jónsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Ott Varik 2.

Varin skot: Nicolai Kristensen 12.

Mörk Gróttu: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Jón Ómar Gíslason 4, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 3, Sæþór Atlason 3, Gunnar Hrafn Pálsson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Kári Kvaran 1, Bessi Teitsson 1, Hannes Grimm 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 4, Hannes Pétur Hauksson 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert