Sporting frá Portúgal vann stórsigur á Dinamo Búkarest frá Rúmeníu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í Lissabon í kvöld, 34:25.
Orri Freyr Þorkelsson átti flottan leik fyrir Sporting og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum. Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir rúmenska liðið.
Sporting er í öðru sæti A-riðils með 13 stig, þremur stigum á eftir Bjarka Má Elíssyni og Aroni Pálmarssyni í Veszprém frá Ungverjalandi. Dinamo er í fimmta sæti með tíu stig.
