FH hirti sigurinn á lokasekúndunum

Jón Bjarni Ólafsson hjá FH í færi í kvöld.
Jón Bjarni Ólafsson hjá FH í færi í kvöld. mbl.is/Arnþór

FH hafði betur gegn Fram í úrvalsdeild karla í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld og FH hafði betur eftir spennandi lokasekúndur, 30:29.

FH er nú með 19 stig á toppi deildarinnar en Fram með 15 í fjórða sæti.

Leikurinn var jafn til að byrja með, FH leiddi lengst af í fyrri hálfleik en það munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum. Fram var með yfirhöndina undir lok fyrri hálfleiks og spilaði sterka vörn sem skilaði þeim tveggja marka forystu inn í seinni hálfleik, 16:14.  

 Vörnin hjá Fram gekk ágætlega en markvarslan fylgdi ekki með. Í sókn voru þeir Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Reynir Þór Stefánsson að halda liðinu uppi með 13 af 16 mörkum Fram í fyrri hálfleik en auk þess fiskaði Reynir þrjú víti.

Hjá FH var Jóhannes Berg Andrason markahæstur með fimm mörk og Daníel Freyr Andrésson varði sjö skot, þar af eitt víti.

FH-ingar voru ósannfærandi í upphafi seinni hálfleiks, fyrsta skot þeirra var í stöngina og Breki Hrafn Árnason varði aðra tilraun þeirra og Fram komst fjórum mörkum yfir.

Fram var með yfirhöndina allan seinni hálfleik og voru mest fimm mörkum yfir en FH átti góðan kafla síðustu tíu mínúturnar og þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Jakob Martin Ásgeirsson fyrsta mark sitt í leiknum úr hrapaupphlaupi sem tryggði FH sigurinn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 29:30 FH opna loka
60. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert