Haukur átti stórleik gegn PSG

Haukur Þrastarson skroaði sex mörk í kvöld.
Haukur Þrastarson skroaði sex mörk í kvöld. AFP/Ina Fassbender

Haukur Þrastarson átti stórleik þegar Dinamo Búkarest tapaði 40:33 gegn stórliði París SG í Meistaradeild karla í handbolta í Rúm­en­íu í dag.

Haukur skoraði sex mörk og var næst markahæstur fyrir rúmenska liðið í dag.

Haukur jafnaði metin fyrir Dinamo Búkarest í 9:9 á 11. mínútu en eftir það tók PSG yfir og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 21:14.

PSG var svo yfir allan seinni hálfleikinn og var mest tíu mörkum yfir og sigraði að lokum 40:33. Hjá PSG var Daninn Jacob Holm markahæstur með níu mörk 

Á sama tíma mætti Pick Szeged Álaborg í Meistaradeildinni en Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Pick Szeged sem tapaði 32:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert