Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sigraði Holland, 31:21, í milliriðli 2 á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld.
Holland hafði fyrir leikinn unnið alla leiki sína á mótinu en er nú í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig, jafn mörg og Danmörk er með í öðru sæti. Noregur er á toppi riðilsins með fullt hús stiga.
Noregur var sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9, og var með yfirburði í seinni hálfleik og var mest 13 mörkum yfir í stöðunni 15:28.
Næsti leikur Noregs er gegn Þýskalandi og Holland mætir Sviss á mánudaginn.