Dagur drjúgur í markaleik

Dagur Gautason skoraði fjögur mörk í dag.
Dagur Gautason skoraði fjögur mörk í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Arendal hafði betur gegn Kristiansand í markaleik, 39: 36, í norsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag.

Dagur Gautason skoraði fjögur mörk fyrir Arendal en samherji hans, Árni Bergur Sigurbergsson, komst ekki á blað.

Úrslitin þýða að Arendal situr í sjöunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir 13 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert