Íslenska landsliðið hefur leik á HM karla í handbolta með leik gegn Grænhöfðaeyjum 16. janúar næstkomandi í Zagreb höfuðborg Króatíu.
Samfélagsmiðladeild heimsmeistaramótsins er byrjuð að hita upp fyrir mótið og hún birti samantekt af mögnuðum mörkum Arons Pálmarssonar í gegnum tíðina.
Skilaboðin með samantektinni voru einföld: „Það er aðeins einn Aron Pálmarsson.“