Engar þjóðir sóttu um að halda EM kvenna 2030

Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik EM 2024 á morgun.
Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik EM 2024 á morgun. AFP/ Liselotte Sabroe / Ritzau Scanpix

Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í dag að Evrópumót karla í handbolta verði í Tékklandi, Póllandi og Danmörku árið 2030 og í Þýskalandi og Frakklandi árið 2032. Ekki er ljóst hvar EM kvenna 2030 fer fram en það sótti engin þjóð um að halda mótið.

Íslenska kvennalandsliðið lauk á dögunum keppni á EM í Ungverjalandi, Austurríki og Sviss en næsta Evrópumót kvenna fer fram í Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu og Tyrklandi 2026.

Árið 2028 fer mótið fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og svo Þýskalandi, Danmörku og Póllandi árið 2032. 

EM kvenna 2026 átti að fara fram í Rússlandi en því var breytt eftir innrás þeirra í Úkraínu.

Danmörk, Noregur og Svíþjóð halda saman EM karla 2026 og árið 2028 verður mótið í Portúgal, Spáni og Sviss.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert