Jafnt í botnslagnum

Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu í kvöld.
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Gróttu í kvöld. mbl.is/Eyþór

Grótta og ÍBV skildu jöfn, 22:22, í fallbaráttuslag í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld.

ÍBV er eftir jafnteflið áfram í sjöunda og næstneðsta sæti en nú með sjö stig stig. Grótta er enn á botninum með fimm stig.

Mikið jafnræði var með liðunum stóran hluta leiksins enda um afskaplega mikilvægan leik að ræða fyrir þau bæði. Staðan í hálfleik var 12:13, Gróttu í vil.

ÍBV byrjaði síðari hálfleikinn betur og komst þremur mörkum yfir, 18:15, eftir rúmlega 41 mínútu. Grótta tók þá vel við sér, minnkaði muninn nokkrum sinnum niður í eitt mark og tókst loks að jafna metin í 22:22.

Reyndust það lokatölur.

Karlotta Óskarsdóttir var markahæst í leiknum með átta mörk fyrir Gróttu. Ída Margrét Stefánsdóttir bætti við sex mörkum.

Andrea Gunnlaugsdóttir átti stórleik í marki Gróttu og varði 15 skot. Var hún með 40,5 prósent markvörslu.

Hjá ÍBV voru Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir markahæstar með sex mörk hvor. Birna gaf auk þess fimm stoðsendingar.

Bernódía Sif Sigurðardóttir lék vel í marki Eyjakvenna og varði 12 skot, sem gerði 36,4 prósent markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert