Íslandsmeistarar FH unnu sextán marka sigur á Fjölni, 38:22, í 17. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Grafarvogi í kvöld.
FH-ingar eru komnir í toppsæti deildarinnar með 25 stig en Fjölnismenn eru í neðsta sæti með 6.
FH var með góða forystu í hálfleik, 18:12, en í þeim seinni skoraði liðið 20 mörk gegn 10 og vann leikinn með 16 mörkum.
Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með níu mörk en Daníel Freyr Andrésson varði 16 skot og var með 47% markvörslu í liði FH.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Gísli Rúnar Jóhannsson 4, Elvar Þór Ólafsson 3, Óli Fannar Pedersen 2, Alex Máni Oddnýjarson 2, Tómas Bragi Starrason 1, Róbert Dagur Davíðsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 6, Sigurjón Ágúst Sveinsson 2.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 9, Garðar Ingi Sindrason 7, Einar Örn Sindrason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16, Birkir Fannar Bragason 1.