Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í naumu tapi Amo fyrir Hallby, 34:32, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Arnar Birkar var markahæstur í liði Amo með átta mörk.
Amo er í tólfta og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 14 stig.
Ólafur Guðmundsson skoraði þá eitt mark í heimasigri Karlskrona á Helsingborg, 30:25. Karlskrona er í öðru sæti sænsku deildarinnar með 26 stig en Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki með liðinu.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði eitt mark í tapi Kristianstad á heimavelli fyrir Malmö, 29:24. Kristianstad er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig.
Tryggvi Þórisson skoraði ekki í jafntefli Svíþjóðarmeistara Sävehof gegn toppliði Ystad, 34:34, á heimavelli Sävehof. Sävehof er í fimmta sæti með 23 stig.