Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gekk til liðs við Barcelona frá Veszprém í október árið 2017.
Aron, sem er 34 ára gamall, leikur í dag með Veszprém en árið 2017 var ekki algengt að handboltamenn skiptu um félag á miðju keppnistímabili á þessum tíma.
Hægt að færa rök fyrir því að félagaskipti Arons til Barcelona hafi verið ein þau stærstu frá upphafi á miðju keppnistímabili í handboltanum, fram að þeim tíma.
Sander Sagosen, skærasta stjarna Noregs, gekk til liðs við Aalborg frá uppeldisfélagi sínu Koldstad í vikunni en hann hefur verið fremsti handboltamaður Norðmanna undanfarin ár.
Vefmiðillinn Handball News 24 tók saman áhugaverðan lista yfir bestu félagaskiptin á miðju keppnistímabili í handboltaheiminum og er Aron Pálmarsson fyrstur á blaði.
Listinn í heild sinni:
1. Aron Pálmarsson til Barcelona frá Veszprém í október 2017.
2. Nedim Reimili frá Kielce til Veszprém í febrúar 2023.
3. Luc Steins frá Toulouse til París SG í nóvember 2021.
4. Andreas Palicka frá Rhein-Neckar Löwen til Rdbergslids í desember 2021.
5. Sander Sagosen frá Kolstad til Aalborgar í febrúar 2025.