Haukur semur í Þýskalandi

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. AFP/Ina Fassbender

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksfélagið Rhein-Neckar Löwen. 

Þetta staðfesti félagið í dag en Haukur gengur í raðir þess frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest eftir tímabilið. 

Hauk­ur, sem er 23 ára gamall og upp­al­inn hjá Sel­fossi, gekk ung­ur að aldri til Kielce í Póllandi og var þar í fjög­ur ár þar til hann samdi við Dinamo Búkarest síðasta sumar. Hann hefur í vetur leikið með Dinamo í Meistaradeild Evrópu.

Haukur hefur glímt við erfið meiðsli á sínum ferli, sérstaklega fyrstu árin í atvinnumennsku. 

Hann hefur þó að mestu leyti verið heill undanfarið og er í leikmannahópi Íslands sem tekur á móti Grikklandi klukkan 17 í dag. Þar spilar hann sinn 42. landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert