Drjúgur í mikilvægum sigri

Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik.
Arnar Birkir Hálfdánsson átti góðan leik. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson var drjúgur í kvöld þegar Amo vann Vinslov í framlengdum leik, 37:34, á útivelli í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta tímabili. 

Amo endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og er í umspili við Vinslov sem lék í B-deildinni á síðustu leiktíð. Þrjá sigra þarf til að tryggja áframhaldandi veru í deildinni. 

Arnar Birkir skoraði sex mörk í liði Amo í kvöld en næsti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka