Eyjamaðurinn meiddist í Íslendingaslag

Elliði Snær Viðarsson.
Elliði Snær Viðarsson. mbl.is/Eyþór

Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist á hné í leik með félagsliði sínu Gummersbach gegn Melsungen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Eyjamaðurinn Elliði Snær tognaði á liðbandi eftir að Rogério Moraes, leikmaður Íslendingaliðs Melsungen, féll ofan á hann og verður af þeim sökum frá keppni í nokkrar vikur.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er þegar á meiðslalistanum en Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach sem kunnugt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert