Steinunn hætt með landsliðinu

Steinunn Björnsdóttir í leiknum í kvöld.
Steinunn Björnsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu.

„Ég var að spila minn síðasta landsleik. Það eru allt í einu miklar tilfinningar í gangi hérna en já, ég ætla að segja þessu lokið núna.

Ég hlakka virkilega til að fylgjast með þessum stelpum,“ sagði Steinunn í samtali við RÚV eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM 2025 með öðrum öruggum sigri á Ísrael á Ásvöllum í kvöld.

Steinunn er 34 ára línumaður og öflugur varnarmaður sem tók þátt á sínu fyrsta og eina stórmóti á EM 2024 í Innsbruck í Austurríki á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert