Bikarmeistarar Hauka eru komnir yfir í einvígi sínu við ÍBV í 1. umferð í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir heimasigur í fyrsta leik í kvöld, 25:20. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í undanúrslit.
Var jafnt á öllum tölum framan af en gestirnir úr ÍBV voru óvænt tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11.
Haukar voru sjö mínútur að jafna í 16:16 í seinni hálfleik. Í kjölfarið komust heimakonur þremur mörkum yfir, 19:16. Haukar héldu áfram að bæta í forskotið og var sigurinn að lokum öruggur.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 14, Margrét Einarsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 6, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Britney Cots 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Ásdís Halla Hjarðar 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 7.