HM 2025 í handknattleik kvenna fer fram í lok árs í Þýskalandi og Hollandi. Dregið verður í riðla í Den Bosch í Hollandi þann 22. maí næstkomandi.
Heimsmeistaramótið fer fram í fimm borgum; Dortmund, Stuttgart og Trier í Þýskalandi og Rotterdam og Den Bosch í Hollandi.
Ekki er búið að gefa út hvaða þjóðir verða í hvaða styrkleikaflokki fyrir dráttinn en reiknað er með því að Ísland verði í þriðja styrkleikaflokki af fjórum.