Lærisveinar Alfreðs björguðu jafntefli og fara á EM

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AFP/Ina Fassbender

Þýska karlalandsliðið í handknattleik náði að bjarga dramatísku jafntefli gegn Sviss, 32:32, í undankeppni EM 2026 í Zürich í kvöld. Með því tryggði liðið sér sæti á lokamótinu.

Þýskaland er á toppi 7. riðils með átta stig. Liðið mætir neðsta liðinu, Tyrklandi, á sunnudag og getur þá gulltryggt efsta sætið.

Austurríki er í öðru sæti með sex stig líkt og Sviss sæti neðar en líklegt má teljast að öllu þrjú liðin fari á EM þar sem Sviss er sem stendur með bestan árangur liða í þriðja sæti og tvö efstu liðin fara beint áfram.

Sviss var með forystuna nánast allan leikinn en eftir magnaðar lokamínútur jafnaði Þýskaland metin í blálokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka