Handknattleiksdeild Fram hefur gert þriggja ára samning við landsliðskonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur. Hún kemur til félagsins frá Gróttu.
Katrín skoraði 57 mörk í 21 leik með Gróttu í úrvalsdeildinni á liðinni leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins niður í 1. deild.
Hornakonan hefur verið í íslenska landsliðinu undanfarna mánuði og lék með því á EM í lok síðasta árs.