Lykilmaður tekur slaginn í úrvalsdeildinni

Elvar Elí Hallgrímsson verður áfram á Selfossi.
Elvar Elí Hallgrímsson verður áfram á Selfossi. Ljósmynd/Selfoss

Línumaðurinn Elvar Elí Hallgrímsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.

Elvar Elí, sem er 22 ára, hefur verið lykilmaður í ungu liði Selfoss í vetur sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum eftir sigur á Gróttu í úrslitum umspilsins.

„Þetta eru frábærar fréttir enda spennandi tímabil fram undan hjá meistaraflokki karla næsta vetur,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka