Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, tryggði sér í kvöld toppsætið í 5. riðli í undankeppni EM 2026 í handknattleik karla með því að vinna öruggan sigur á Belgíu, 34:22, í Hasselt í Belgíu.
Króatía var þegar búið að tryggja sér sæti á EM, hefur unnið alla fimm leiki sína í riðlinum og er því með tíu stig á toppnum.
Tékkland er með sex stig í öðru sæti og einnig búið að tryggja sér sæti á EM með því að leggja Lúxemborg örugglega að velli, 35:22, fyrr í kvöld.
Í leik Króatíu og Belgíu varð fljótt ljóst í hvað stefndi enda voru Króatar átta mörkum yfir, 16:8, í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn reyndist formsatriði og niðurstaðan tólf marka sigur.