Framlengir á Selfossi

Hulda Hrönn Bragadóttir.
Hulda Hrönn Bragadóttir. Ljósmynd/Selfoss

Handknattleikskonan Hulda Hrönn Bragadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt Selfoss sem gildir til sumarsins 2027.

Hulda Hrönn, sem er einungis 17 ára gömul, hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokki Selfoss undanfarin þrjú tímabil.

Hún er vinstri skytta sem er í lokahópi U19-ára landsliðs Íslands sem tekur þátt á EM 2025 í Svartfjallalandi í sumar.

„Handknattleiksdeildin fagnar mjög þessum nýja samningi og erum spennt að sjá Huldu Hrönn vaxa og dafna áfram í vínrauðu treyjunni næstu árin,“ segir í tilkynningu.

Selfoss leikur áfram í úrvalsdeild á næsta tímabili eftir að hafa hafnað í fjórða sæti deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka