Georgía fylgir Íslandi á EM

Kristján Örn Kristjánsson sækir að vörn Grikkja sem eru úr …
Kristján Örn Kristjánsson sækir að vörn Grikkja sem eru úr leik. mbl.is/Hákon

Georgía er komin á Evrópumót karla í handknattleik eftir sigur á Grikklandi, 29:26, í C-riðli undankeppninnar í Georgíu í dag. 

Georgía er með sex stig í öðru sæti riðilsins þegar ein umferð er eftir en Grikkland og Bosnía eru bæði með tvö og geta því ekki náð georgíska liðinu. 

Ísland tekur á móti Georgíu í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur en Grikkland fær Bosníu í heimsókn samdægurs. 

Þetta er í annað sinn sem Georgía kemst á EM en þjóðin var einnig með á síðasta Evrópumóti. 

Grikkir voru yfir með tveimur mörkum í hálfleik, 16:14, en í seinni hálfleik voru Georgíumenn sterkari, unnu hálfleikinn með fimm mörkum og leikinn með þremur. 

Giorgi Arvelodi Dikhaminjia skoraði sjö mörk fyrir Georgíu en Dimitrios Tziras skoraði sjö mörk fyrir Grikkland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka