Grótta missir annan leikmann

Ágúst Ingi Óskarsson.
Ágúst Ingi Óskarsson. mbl.is/Anton Brink

Handknattleiksmaðurinn Ágúst Ingi Óskarsson er genginn til liðs við Aftureldingu frá Gróttu. 

Þetta er annar leikmaðurinn sem fer frá Gróttu í dag en Jón Ómar Gíslason gekk í raðir Hauka. 

Ágúst Ingi skrifar undir tveggja ára samning í Mosfellsbæ en hann er vinstri skytta sem getur spilað sem bakvörður og þristur í vörn. 

Ágúst er uppalinn í HK en hefur einnig spilað með Haukum og Neistanum í Færeyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka