Handknattleiksmaðurinn Jón Ómar Gíslason er genginn til liðs við Hauka frá Gróttu.
Jón Ómar verður 25 ára gamall á árinu en hann er línumaður sem ólst upp á Ísafirði og hóf feril sinn með Herði.
Hann hefur verið hjá Gróttu undanfarin tvö tímabil og skoraði meðal annars 159 mörk í 22 leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu og var fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar.
Nokkuð er um breytingar hjá Haukum fyrir næsta tímabil en Gunnar Magnússon mun taka við liðinu á nýjan leik.