Hvít-Rússinn til Ísraels

Pavel Miskevich fagnar í leik með ÍBV.
Pavel Miskevich fagnar í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmarkvörðurinn Pavel Miskevich yfirgefur herbúðir ÍBV í sumar og gengur til liðs við ísraelska félagið Holon Yuvalim.

Handknattleiksdeild ÍBV tilkynnti um brottför Hvít-Rússans í dag þar sem honum er þakkað kærlega fyrir framlag sitt til liðsins undanfarið tvö og hálft ár.

Miskevich, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við ÍBV í upphafi ársins 2023 og spilaði stórt hlutverk þegar liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari nokkrum mánuðum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert