Hlynur Morthens hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals um að halda áfram markmannsþjálfun kvennaliðsins.
Hlynur hefur sinnt starfinu undanfarin átta ár og fagnar því áratugs starfsafmæli að samningstímanum loknum.
Hann mun einnig sjá um markmannsþjálfun Vals U og hjá 3. flokki kvenna hjá félaginu.
Einnig mun Hlynur koma að þjálfun yngstu markmanna handknattleiksdeildarinnar í samvinnu við Jóhann Inga Guðmundsson, sem var tilkynntur sem markmannsþjálfari karlaliðs Vals í gær.
Hlynur hefur þá verið markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins undanfarin ár.