Aldís og stöllur náðu ekki að tryggja titilinn á heimavelli

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir og liðskonur hennar í Skara máttu þola tap fyrir Sävehof, 20:18, í þriðja leik liðanna í úrslitaleik Svíþjóðarmótsins í handknattleik í Skara í kvöld. 

Skara er 2:1-yfir í einvíginu eftir leikinn en hefði með sigri tryggt sér Svíþjóðarmeistaratitilinn.

Aldís Ásta skoraði tvö mörk fyrir Skara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert