Komin til Hauka frá Stjörnunni

Embla Steindórsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur.
Embla Steindórsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleikskonan Embla Steindórsdóttir er gengin til liðs við Hauka frá Stjörnunni og hefur samið um að leika með liðinu næstu árin.

Haukar skýrðu frá þessu í dag en Embla er 19 ára gömul og hefur spilað með Stjörnunni undanfarin tvö ár en er uppalin í HK.

Hún er miðjumaður og skoraði 123 mörk í 21 leik á nýloknu keppnistímabili og átti auk þess 83 stoðsendingar fyrir Stjörnuliðið. Embla hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og verið í æfingahópi A-landsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert