Handknattleiksþjálfarinn Elías Már Halldórsson hefur verið ráðinn til Ryger í Stafangri í Noregi og tekur hann við karlaliði félagsins.
Elías gerði tveggja ára samning við félagið. Ryger endaði í níunda sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur áfram í næstefstu deild.
Elías kemur til Ryger frá Fredrikstad í Noregi en hann þjálfaði kvennalið félagsins frá 2021 og þar til í vor.
Áður en Elías flutti til Noregs þjálfaði hann karlalið HK og kvennalið Hauka. Þá var hann aðstoðarþjálfari landsliðsins er Axel Stefánsson var landsliðsþjálfari.