Misstum þá of langt frá okkur

Úlfar Páll Monsi Þórðarson
Úlfar Páll Monsi Þórðarson mbl.is/Karítas

„Það vantaði smá heppni,“ sagði Úlfar Páll Monsi Þórðarson hornamaður Vals í samtali við mbl.is eftir tap, 37:33, í fyrsta úrslitaleik liðsins gegn Fram á Íslandsmótinu í handbolta á Hlíðarenda í kvöld.

„Við misstum þá full langt frá okkur í raun og veru. Það var aðalklúðrið. Það vantaði meiri grimmd í vörnina. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og þegar hann varð betri byrjuðum við að saxa á þá. Það var bara of seint.

Valsarinn Bjarni í Selvindi með boltann í kvöld.
Valsarinn Bjarni í Selvindi með boltann í kvöld. mbl.is/Karítas

Það var margt sem við ræddum fyrir leik og við vorum ekki alveg að gera eins og við ætluðum að gera. Við lögum það fyrir næsta leik,“ sagði Úlfar.

Bæði lið þurftu að bíða í rúmar tvær vikur eftir þessu einvígi vegna landsliðspásunnar.

„Við erum ánægðir að fá loksins að spila þetta einvígi og það væru öll lið í deildinni til í að vera í þessu einvígi,“ sagði Úlfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert