Eins og krækiber í helvíti (myndir)

Laugardalsvöllur er byrjaður að líta mjög vel út.
Laugardalsvöllur er byrjaður að líta mjög vel út. mbl.is/Jóhann Ingi

Framkvæmdir við Laugardalsvöll eru langt komnar en nýtt og glæsilegt hybrid-gras er komið á völlinn, blanda af alvörugrasi og gervigrasi. Þá hefur grasið verið fært nær stærri stúkunni og verða áhorfendur því nær hliðarlínunni og vellinum.

„Mér líst hrikalega vel á þetta. Það hefur ótrúlega mikið gerst síðustu vikur. Við verðum komin með alvöru gryfju í haust. Það má laga margt á vellinum en grasið sjálft verður fullkomið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari karla í fótbolta við mbl.is.

Boðvangurinn á Laugardalsvelli var vægast sagt stór fyrir breytingarnar og hefur hann verið minnkaður töluvert.

„Manni leið stundum eins og krækiberi í helvíti á þeim leikjum. Það er meiri nánd við áhorfendur en það getur líka verið slæmt ef þú ert að tapa leikjum og heyrir eitthvað slæmt um sjálfan þig,“ sagði Arnar.

Myndir af Laugardalsvelli sem blaðamaður mbl.is tók í dag má sjá í fréttinni.

mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert