Melsungen hafði betur gegn Hannover-Burgdorf, 29:23, á útivelli í efstu deild þýska handboltans í kvöld.
Elvar Örn Jónsson átti flottan leik fyrir Melsungen og skoraði sex mörk. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Melsungen er með 48 stig, eins og Füchse Berlin í tveimur efstu sætum deildarinnar. Burgdorf er í fjórða sæti með 43 stig.