Lögreglan óskaði Hildigunni Einarsdóttur, lögreglumanni og leikmanni Vals í handbolta, til hamingju með sigur Vals í úrslitum Evrópubikarsins í dag.
Valur varð Evrópubikarmeistari í handbolta eftir nauman sigur gegn Porrino í úrslitaleik á Hlíðarenda í dag.
Hildigunnur mun leggja skóna á hilluna í lok tímabils eftir langan og glæsilegan feril. Hún á að baki 106 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 124 mörk.