Tíminn leið ógeðslega hægt

Elísa fagnar vel og innilega í leikslok.
Elísa fagnar vel og innilega í leikslok. mbl.is/Hákon

„Þetta var ótrúleg tilfinning,“ sagði Elísa Elíasdóttir leikmaður Vals í samtali við mbl.is eftir að hún varð Evrópubikarmeistari í handbolta með liði sínu í dag eftir sigur á Porrino frá Spáni.

Valur var með gott forskot þegar skammt var eftir en hélt að lokum út með eins marks sigur eftir mikið áhlaup frá þeim spænsku.

„Ég var smá stressuð en ég var meira spennt og glöð. Ég var að njóta þess að vera hérna, því það er ólíklegt að ég fái að upplifa þetta aftur, allavega með Val.

Tíminn leið ógeðslega hægt. Þetta er lengsti leikur sem ég hef spilað. Þegar við fengum innkastið vissi ég að þetta væri komið,“ sagði Elísa, hoppandi kát og hélt áfram:

„Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og ég mun aldrei gleyma honum. Ég er enn að átta mig á því hvað gerðist. Þetta er einn besti dagur sem ég hef upplifað í langan tíma,“ sagði Elísa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert