Tumi öflugur í fyrsta leik

Tumi Steinn Rúnarsson átti góðan leik.
Tumi Steinn Rúnarsson átti góðan leik. Ljósmynd/Alpla Hard

Lærisveinar Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard unnu í framlengdum leik gegn Aon Fivers, 40:38, í undanúrslitum í úrslitakeppni austurríska handboltans í dag.

Alpla Hard leiðir 1:0 í einvíginu en það þarf tvo sigra til að komast í úrslitin.

Tumi Steinn Rúnarsson átti góðan leik fyrir Alpla Hard en hann skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka