Fram er komið í 2:0 í einvígi sínu við Val í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir heimasigur í kvöld, 27:26.
Valur fékk tækifæri til að jafna í lokasókn sinni en Færeyingurinn Bjarni í Selvindi skaut í stöngina á marki Fram og heimamenn fögnuðu vel.
Dramatískar lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr íslenska handboltanum í samvinnu við Handboltapassann.