Jóhannes og Telma best hjá FH

Jóhannes Berg Andrason og Telma Medos.
Jóhannes Berg Andrason og Telma Medos. Ljósmynd/FH

Jóhannes Berg Andrason var valinn besti leikmaður karlaliðs FH og Telma Medos var valin besti leikmaður kvennaliðsins á lokahófi handknattleiksdeildar félagsins á föstudag.

Jóhannes Berg er hægri skytta sem hefur verið lykilmaður hjá FH undanfarin tímabil eftir að hafa komið frá Víkingi fyrir þremur árum og varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta ári.

Gengur hann til liðs við Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í sumar.

Telma er 21 árs línumaður sem hefur leikið með FH frá árinu 2022 eftir að hafa komið frá HK. Hefur hún verið lykilmaður liðsins allar götur síðan.

Á lokahófnu var Garðar Ingi Sindrason valinn efnilegasti leikmaður karlaliðsins og Gyða Kristín Ásgeirsdóttir var valin efnilegasti leikmaður kvennaliðs FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert