Margrét til Stjörnunnar

Margrét Einarsdóttir fagnar sigri með Haukum fyrr á árinu.
Margrét Einarsdóttir fagnar sigri með Haukum fyrr á árinu. mbl.is/Ólafur Árdal

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við markvörðinn Margréti Einarsdóttur um að leika með liðinu næstu tvö tímabil, til sumarsins 2027.

Margrét, sem er 24 ára, kemur frá Haukum þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár.

Mun Margrét ljúka dvöl sinni í Hafnarfirði á úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val, sem hefst með fyrsta leik á Hlíðarenda á morgun.

Varð hún bikarmeistari með Haukum fyrr á árinu. Margrét hefur einnig leikið með Val en ólst upp hjá Fylki.

„Margrét er sterkur markmaður og skemmtilegur karakter sem við hlökkum til að vinna með. Ég hef trú á því að Margrét og Hrafnhildur Anna muni skipa öflugt markmannspar hjá Stjörnunni á komandi leiktíð,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert